Vörusala Ísland Verslunar hf. (Iceland) nam 2.647 milljónum króna á síðasta rekstrarári sem lauk í lok febrúar 2015 og jókst um 128% milli ára. 

EBITDA afkoma félagins var neikvæð um 23 milljónir. EBIDTA afkoma félagsins á síðasta rekstrarári var neikvæð sem nemur 121 milljónum króna. Afkoma ársins batnar því verulega frá síðasta ári.

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Iceland segir að unnið hafi verið að því að snúa við erfiðum rekstri yfir í hagnað frá hans félag tók við reksti verslanna Iceland.

„Við höfum haft mjög góðan stíganda í rekstrinum og viðtökur við opnun nýrra verslana í Breiðholtinu hafa verið góðar.  Við erum búin að skera núllpunktinn og hver einasti mánuður á þessu rekstraraári hefur verið með hagnaði.“ segir Árni.

Iceland starfrækir þrjár verslanir, tvær í Breiðholti (Vesturbergi og í Arnarbakka) og eina í Engihjalla í Kópavogi.