Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir september 2008 nam útflutningur 42,3 milljörðum króna og innflutningur tæpum 42,6 milljörðum króna.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Vöruskiptin í ágúst, reiknuð á verðmæti, voru því óhagstæð um 0,2 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.

Vísbendingar eru um aukinn innflutning á eldsneyti og aukinn útflutning sjávarafurða og áls í september miðað við ágúst 2008