Kínverskur útflutningur hefur stóraukist að undanförnu og jókst útflutningur í júlí um 14,5% milli ára. Talið er að ein meginástæða á aukningunni sé aukning í eftirspurn frá vestrænum löndum og lægra gengi kínverska gjaldmiðilsins yan. Þessi nýja þróun staðfestir að markmið ríkisins um 7,5% aukningu í útflutningi á árinu sé raunhæf. Þetta kemur fram í grein Telegraph um málið.

Sérfræðingar höfðu einungis spáð fyrir um 7% aukningu í útflutningi milli ára í júlí og því er um tvöfalda hækkun að ræða miðað við spá.

Aukningin í útflutningi og 1,6% minni innflutningur leiddi til þess að vöruskiptaafgangur í Kína hefur aldrei mælst hærri en hann nam 47,3 milljörðum dollara í júlí, eða sem nemur 5.740 milljörðum íslenskra króna. Þrátt fyrir óeirðir í Úkraínu varð 15% aukning í útflutningi á kínverskum vörum til Rússlands milli ára í júlí.