Vöruskiptaafgangur í Kína dróst saman á ársgrundvelli í febrúar síðastliðnum í fyrsta skipti í tæpt ár. BBC greinir frá þessu en talið er að dvínandi eftirspurn í Bandaríkjunum eftir kínverskum vörum sé helsta ástæða fyrir þessum samdrætti, en einkaneysla hefur dregist saman í Bandaríkjunum.

Vöruskiptaafgangurinn nam 8,6 milljörðum bandaríkjadala í febrúar sem er um 64% samdráttur frá því á sama tíma í fyrra.

Þá segir greiningadeild Landsbankans í Vegvísi sínum að minnkandi vöxtur útflutnings vegi þyngst í samdrætti vöruskiptaafgangsins en útflutningur hefur ekki vaxið hægar í sex ár