Vöruskiptahalli í maí á þessu ári var óhagstæður um 15,5 milljarða króna en hallinn var 4,2 milljarðar í maí á síðasta ári. Vöruskiptaójöfnuður í maí var því 11,3 milljörðum óhagstæðari en á sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í greiningu Hagstofunnar .

Verð innfluttra vara í mánuðinum nam 76,8 milljörðum króna og verð útfluttra vara nam um 61,2 milljörðum króna. Verðmæti vöruútflutnings jókst um 15% frá því í maí á síðasta ári eða um um átta milljarða króna. Þar af jókst útflutningsverðmæti sjávarafurða um 4,3 milljarða, eða 18%, sem má að miklu leyti rekja til aukins útflutnings loðnuhrogna.

Vöruinnflutningur í mánuðinum nam 76,8 milljörðum króna í mánuðinum sem er um þriðjungsaukning frá maí á síðasta ári en þá nam vöruinnflutningur 57,4 milljörðum. Verðmæti innfluttra matvæla jókst um 50,8% frá því í maí á síðasta ári eða um 2,8 milljarða kóna, verðmæti neysluvara jókst um 41,1% eða um 3,6 milljarða og flutningstæki um 85,7% eða um 6,1 milljarð.

Á ársgrundvelli, frá júní á síðasta ári til júní á þessu ári, hefur vöruskiptaójöfnuður verið um 158,7 milljarðar króna. Tólf mánuðina þar á undan var vöruskiptaójöfnuður um 179,2 milljarðar.