Halli var á vöruskiptum Kínverja í febrúar og er það mörgum að óvörum þar sem Kína hefur um langt skeið verið útflutningsdrifið hagkerfi og m.a. verið gagnrýnt mikið fyrir að halda gengi júansins lágu til þess að ýta undir útflutning.. Samkvæmt tilkynningu frá kínverskum yfirvöldum, sem BBC, vitnar í nam hallinn 7,3 milljörðum dala og skýrist hann bæði af auknum innflutningi (19,4%)  hægari vexti á útflutningi (2,4%).

Eftirspurn eftir kínverskum útflutningsvörum hefur minnkað mikið á lykilmörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum og hefur BBC eftir greinendum að nú megi ætla að þrýstingur á Kínverja að styrkja júanið muni nú minnka.