Samkvæmt greiningardeild Íslandsbanka lítur út fyrir að vöruskiptahallinn fyrir síðasta ár hafi numið um það bil 95 milljörðum króna eða tæplega 10% af landsframleiðslu. Viðskiptahallinn er því í sögulegu hámarki en það þarf að fara aftur um sex áratugi til að finna svipað hlutfall. Íslandsbanki telur þennan mikla halla bera með sér merki óvenju mikilla framkvæmda og lítils þjóðhagslegs sparnaðar.

Hátt gengi, stóriðjuframkvæmdir og aukin kaupmáttur almennings eru allt þættir sem að ýta undir hraða aukningu vöruskiptahallans. Ekki er útlit fyrir að hallinn muni minnka fyrr en á næsta ári en Íslandsbanki telur að hallinn verði þá búinn að minnka niður í 7% í kjölfar gengislækkunar og aukinnar framleiðslugetu í áliðnaði. Samkvæmt spám Íslandsbanka verður jöfnuður í utanríkisviðskiptum kominn á við lok áratugarins