Í Vegvísi Landsbankans í dag er sagt frá því að vöruskiptahalli í Bandaríkjunum var 62,3 milljarðar króna í febrúar. Það er 5,7% aukning frá því í janúar. Innflutningur nam 213,7 milljörðum Bandaríkjadala og útflutningur jókst og var 151,4 milljarðar Bandaríkjadala.

Aukinn innflutningur er vegna innfluttra bifreiða, vinnuvéla og lyfja. Aukinn útflutningur kemur til vegna aukinnar sölu á olíu, bílum og korni en það hefur allt hækkað mikið í verði, samkvæmt frétt Vegvísis.