Talsverð lækkun varð á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær og féll Dow Jones-iðnaðarvísitalan um 1,9% í viðskiptum dagsins. Samkvæmt frétt BBC má rekja þessa þróun til frétta af mjög auknum vöruskiptahalla í landinu. Hið sama á við um S&P 500-vísitöluna og samsettu Nasdaq-vísitöluna.

Alls nam vöruskiptahalli í landinu 46,3 milljörðum dala í janúar og er það aukning um 15% á milli mánaða en í desember sl. nam vöruskiptahallinn 28,8 milljörðum dala. Þó túlka megi vöruskiptahallann sem merki um að einkaneysla sé að taka við sér vestanhafs þykir það ekki góðs viti að fjármunir séu að hverfa úr hagkerfinu auk þess sem aukinn innflutningur dregur úr hagvexti.