© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Umtalsverð aukning í útflutningi ríkja á evrusvæðinu skýrir mun hagstæðari vöruskiptajöfnuð svæðisins í ágúst. Útflutningur jókst um 14% frá því í ágúst í fyrra, en innflutningur jókst á sama tímabili um 11%. Vöruskiptajöfnuðurinn lækkaði því úr 6,3 milljörðum evra í 3,4 milljarða á evrusvæðinu öllu.

Þrátt fyrir þessar jákvæðu fréttir er líklegt að þær falli í skuggan af öðrum neikvæðari. Bloomberg fréttaveitan segir til dæmis frá því að könnun á viðskiptastarfsemi sýni fram á að einkageirinn á evrusvæðinu hafi skroppið saman í september í fyrsta skipti í tvö ár.

Hefur Bloomberg eftir hagfræðingnum Howard Archer að ólíklegt sé að útflutningsaukningin í ágúst í ár verði viðvarandi.