Í febrúar voru fluttar út vörur fyrir 46,1 milljarð króna og inn fyrir 58,2 milljarða króna. Vöruviðskiptin í febrúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um rúmlega 12 milljarða króna. Í sama mánuði í fyrra voru vöruviðskiptin óhagstæð um 12,7 milljarða króna á gengi hvors árs. Vöruviðskiptahallinn í febrúar 2018 var því 0,7 milljörðum króna lægri en á sama tíma árið áður.

Á fyrst tveimur mánuðum ársins voru fluttar út vörur fyrir 94,5 milljarða króna en inn fyrir 111,2 milljarða. Því var halli á vöruskiptum við útlönd sem nam 16,7 milljörðum króna reiknað á fob verðmæti. Á sama tíma fyrir ári voru vöruviðskiptin óhagstæð um 21,4 milljarða á gengi hvors árs. Vöruviðskiptahallinn  janúar til febrúar er því 4,7 milljörðum lægri en á sama tíma fyrir ári síðan.

Á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2018 var verðmæti vöruútflutnings 25,4 milljörðum króna hærri en á sama tímabili árið áður sem nemur 36,8% aukningu á gengi hvors árs. Iðnaðarvörur voru 53,2% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 19,4% hærra en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 38,9% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 67,7% hærra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna aukins útflutnings á ferskum fiski og frystum flökum. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2018 var verðmæti vöruinnflutnings 20,7 milljörðum króna hærri en á sama tímabili árið áður sem 22,9% aukning á gengi hvors árs. Innflutningur jókst mest á eldsneyti og flugvélum.