*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 12. desember 2007 16:24

Vöruskiptahallinn rúmur 2,5 milljarðar í nóvember

Ritstjórn

Samkvæmt bráðabirgðatölum frá fjármálaráðuneytinu voru fluttar inn vörur í nóvember fyrir um 33,5 milljarða á fob virði sem er lítilleg lækkun frá síðasta mánuði þegar innflutningurinn nam tæpum 35 milljörðum.

Í Vefriti fjármálaráðuneytisins segir að virði útfluttra vara í nóvember hafi verið 31 milljarður króna sem er nokkur hækkun frá fyrra mánuði þegar virði útfluttra vara var 28,3 milljarðar.

Samkvæmt þessu er vöruskiptahallinn rúmlega 2,5 milljarður í nóvember og hefur hallinn dregist töluvert saman frá því hann náði hámarki um mitt síðastliðið ár. Má gera ráð fyrir því að þessi þróun haldi áfram á næsta ári samfara auknum útflutningi á áli, samkvæmt því sem segir í Vefritinu.