Í apríl var vöruskiptajöfnuður jákvæður um 6,0 milljaraða króna, reiknaður á fob verðmæti. Fluttar voru vörur út fyrir tæpa 42,0 milljarða króna og inn fyrir tæpa 36,0 milljarða króna fob (tæpa 39,0 milljarða króna cif). Í apríl 2010 voru vöruskipti hagstæð um 6,9 milljarða króna á sama gengi. Þetta kemur fram á Hagstofu Íslands.

Þar segir að fyrstu fjóra mánuði ársins 2011 voru fluttar út vörur fyrir 184,1 milljarð króna en inn fyrir 149,9 milljarða króna fob (161,6 milljarða króna cif). Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 34,2 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 35,5 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 1,3 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.

Fyrstu fjóra mánuði ársins 2011 var verðmæti vöruútflutnins 20,2 milljarðar. Sjávarafurðir voru 36,7% alls útflutnings og úfluttar iðnaðarvörur voru 55,5% alls úflutnings.

Þá var verðmæti vöruinnflutnings 21,5 milljarðar fyrstu fjóra mánuði ársins 2011.