Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir október 2017 nam fob verðmæti vöruútflutnings 49,7 milljörðum króna og fob verðmæti vöruinnflutnings 59,6 milljörðum króna. Vöruviðskiptin í október, reiknuð á fob verðmæti, voru því neikvæð um 9,8 milljarða króna að því er kemur fram hjá Hagstofu Íslands .

Um er að ræða töluverða breytingu á milli ára en í október 2016 vöruskiptajöfnuðurinn jákvæður um 1,5 milljarð króna.

Vöruskiptajöfnuðurinn hefur verið neikvæður fyrstu tíu mánuði ársins og er samtala vöruviðskiptahallans neikvæð um 146 milljarða það sem af er árinu. Fyrir fyrstu tíu mánuði ársins 2016 var vöruskiptajöfnuðurinn samtals neikvæður um 88,8 milljarða en árið 2015 var hann samtals neikvæður um 20,7 milljarða fyrstu tíu mánuði ársins samkvæmt tölum frá Hagstofu.

Vöruskiptajöfnuður
Vöruskiptajöfnuður
© None (None)