Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar um mánaðarlegan vöru- og þjónustujöfnuð var áætlaður vöruinnflutningur í ágúst sl. 46 milljarðar króna. Vöruinnflutningur var áætlaður 57 milljarðar og vöruviðskiptajöfnuður var því neikvæður um 11 milljarða króna.

Í sama mánuði var þjónustujöfnuður áætlaður jákvæður um 40,0 milljarða en útflutt þjónusta var áætluð 78,7 milljarðar á meðan innflutt þjónusta var áætluð 38,7 milljarðar.

Verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta 124,8 milljarðar en áætlað verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta var 95,9 milljarðar. Vöru og þjónustujöfnuður var því áætlaður jákvæður um 28,9 milljarða í ágúst 2019.

Á fyrstu átta mánuðum ársins var verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta áætlað 895,2 milljarðar samanborið við 863,8 milljarða árið áður. Verðmæti innflutnings fyrir sama tímabil var áætlað 803,6 milljarðar samanborið við 803,0 milljarða fyrir sama tímabili 2018. Uppsafnaður vöru- og þjónustujöfnuður fyrstu átta mánuði ársins 2019 var því áætlaður jákvæður um 91,5 milljarða samabanborið við 60,7 milljarða jákvæðan jöfnuð fyrir sama tímabil á síðasta ári.