Vöruskipti við útlönd voru hagstæð um 75,7 milljarða á fyrstu ellefu mánuðum ársins. Það er 23,3 milljörðum minna en á sama tíma á árinu 2011.

Ásdís Kristjánsdóttir hjá Greiningardeild Arion banka segir að ef ekki komi til gjaldeyrisskapandi fjárfestingar hér á landi muni það endurspeglast í lakari vöruskiptajöfnuði.