Vöruskiptahalli við útlönd á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2015 nam 21,3 milljörðum króna. Á sama tíma árið áður var hann jákvæður sem nam 503 milljónum króna. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 21,8 milljörðum lakari en árið áður.

Vöruskipti óhagstæð um 600 milljónir

Í nóvembermánuði voru fluttar út vörur fyrir 51,5 milljarða króna og inn fyrir tæpan 52,1 milljarð króna. Vöruskiptin í nóvember voru því óhagstæð um 600 milljónir króna.

Fyrstu ellefu mánuði ársins 2015 var verðmæti vöruútflutnings 37,0 milljörðum eða 6,8% hærra, á gengi hvors árs, en á sama tíma árið áður. Á sama tíma var verðmæti vöruinnflutnings 58,8 milljörðum eða 10,9% hærra, á gengi hvors árs verðmæti vöruinnflutnings 58,8 milljarðar eða 10,9% hærra, á gengi hvors árs en á sama tímabili árið áður.