Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands nam útflutningur í júlí 34,4 milljörðum króna og innflutningur 52,6 milljörðum króna. Vöruskipti við útlönd voru því óhagstæð um 18,2 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.

„Vísbendingar eru um aukinn innflutning á hrávörum og eldsneyti en minni útflutning flugvéla, sjávarafurða og áls í júlí miðað við júní 2008,“ segir á vef Hagstofunnar.

Vöruskiptajöfnuður var jákvæður í júní, um 2,3 milljarða króna. Það var aðeins í annað sinn síðan árið 2004 sem það hefur gerst.