Í júní síðastliðnum voru fluttar út vörur fyrir 41.423 milljónir króna á meðan fluttar voru inn vörur fyrir 39.091 milljón króna.

Vöruskiptin voru því hagstæð um u.þ.b. 2,3 milljarða króna. Á sama tíma í fyrra voru vöruskiptin óhagstæð um 13,4 milljarða króna á sama gengi.

Fyrstu sex mánuði ársins 2008 voru fluttar út vörur fyrir 206,8 milljarða króna en inn fyrir 231,2 milljarða króna. Halli á vöruskiptum við útlönd nam 24,4 milljörðun króna á tímabilinu en nam um 50 milljörðum á sama tímabili í fyrra.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.