Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofunni fyrir nóvember 2008 nam útflutningur fob 43,2 milljörðum króna og innflutningur fob 40,8 milljörðum króna. Vöruskiptin í október, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 2,4 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.

Vegna mikilla hreyfinga á gengi krónunnar er samanburður á breytingum á milli mánaða erfiður. Bent er á að gengishækkun mæld með vöruviðskiptavog, sem Hagstofan notar til uppreiknings talna, var 13,5% á milli október og nóvember.

Vísbendingar eru um minna verðmæti útfluttra sjávarafurða og áls en aukið verðmæti innfluttra hrá- og rekstrarvara miðað við október 2008.