Í febrúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 32,3 milljarða króna og inn fyrir 26,4 milljarða króna fob (28,6 milljarða króna cif) samkvæmt samantekt Hagstofunnar.

Vöruskiptin í febrúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 5,9 milljarða króna. Í febrúar 2008 voru vöruskiptin óhagstæð um 18,6 milljarða króna á sama gengi.

Fyrstu tvo mánuðina 2009 voru fluttar út vörur fyrir 65,9 milljarða króna en inn fyrir 59,6 milljarða króna fob (65,3 milljarða króna cif). Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 6,3 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 35,9 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 42,2 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður segir í frétt Hagstofunnar.