Vöruskiptajöfnuðurinn júnímánuði var óhagstæður um 10,2 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum hagstofunnar. Fluttar voru fluttar út vörur fyrir 17,1 milljarð króna og inn fyrir 27,3 milljarða króna fob. Í júní á síðasta ári voru vöruskiptin óhagstæð um 6,5 milljarða á föstu gengi¹.

Fyrstu sex mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 96,8 milljarða króna en inn fyrir 131,1 milljarð króna. Halli var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 34,3 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 13,3 milljarða á sama gengi¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 21,0 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.

Útflutningur
Verðmæti vöruútflutnings fyrstu sex mánuði ársins var 5,9 milljörðum eða 6,5% meira á föstu gengi¹ en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 61% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 8,4% meira en á sama tíma árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru 34% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 2,3% meira en árið áður. Aukning varð í útflutningi á ferskum og frystum fiski og áli en samdráttur varð í útflutningi á frystri rækju og lyfjum og lækningatækjum.

Innflutningur
Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu sex mánuði ársins var 26,9 milljörðum eða 25,8% meira á föstu gengi¹ en árið áður. Aukning varð í flestum liðum innflutnings, mest varð aukning í innflutningi á flutningatækjum, sérstaklega fólksbílum, eldsneyti, hrá- og rekstrarvöru og fjárfestingarvöru.