Í janúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 55,7 milljarða króna og inn fyrir 44,2 milljarða króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Vöruskiptin í janúar voru því hagstæð um 11,6 milljarða króna en voru hagstæð um 0,5 milljarða í janúar 2012 á gengi hvors árs.

Í útflutningi var aukningin mest milli ára í iðnaðarvörum, eða 18,0%, en í innflutningi var aukningin mest í fjárfestingarvörum öðrum en flutningatækjum og nam 32%.