Í júnímánuði voru fluttar út vörur fyrir 20,1 milljarð króna og inn fyrir 30,0 milljarða króna fob (32,6 milljarða króna cif). Vöruskiptin í júní, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 9,9 milljarða króna. Í júní 2006 voru vöruskiptin óhagstæð um 13,5 milljarða króna á sama gengi, að því er kemur fram á vef Hagstofunnar.

Á fyrri helmingi ársins nam útflutningur 140 milljörðum en innflutningur 180,5 milljörðum (fob). Vöruskiptahalli reiknaður á fob-verðmæti nam því rúmlega 40 milljörðum sem talsverður samdráttur frá því í fyrra, en á sama tímabili í fyrra á föstu gengi nam hallinn rúmum 73 milljörðum.