Í febrúar voru vöruskipti við útlönd óhagstæð um 1,7 milljarð króna. Þetta kemur fram í nýrri frétt frá Hagstofu. Stuðst er við bráðabirgðatölur í gagnavinnslu Hagstofu, svo mögulegt er að þær verði uppfærðar með tíma.

Verðmæti vöruútflutnings nam rúmum 42,5 milljörðum króna á tímabilinu en verðmæti vöruinnflutnings nam 44,3 milljörðum króna. Þetta gefur 1,7 milljarða mínus á vöruskiptajöfnuði fyrir mánuðinn.

Með í þessum tölum eru taldar áætlanir um erlend eldsneytiskaup íslenskra flutningsfara svo sem farþegaflugvéla, skipa og fraktflugvéla.