Vöruskipti við útlönd voru óhagstæð um 1,2 milljarð í júlí samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands . Samkvæmt bráðabirgðatölunum nam útflutningur 51,2 milljörðum króna og innflutningur 52,3 milljörðum króna.

Til samanburðar voru vöruskiptin óhagstæð um 7,7 milljarða króna í júní. Þá höfðu vöruskipti við útlönd verið óhagstæð um 2,4 milljarða fyrstu sex mánuði ársins.