*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 24. febrúar 2006 10:12

Vöruskipti við útlönd óhagstæð um 11,4 milljarða í janúar

Ritstjórn

Vöruskipti utanríkisviðskipta í janúar voru óhagstæð um 11,4 milljarða samanborið við 4,3 milljarða fyrir sama tímabil árið á undan samkvæmt fréttatilkynningu Hagstofu Íslands. Verðmæti vöruútflutnings hefur aukist um 9% á föstu gengi á tímabilinu milli ára og verðmæti vöruinnflutnings aukist um 47,5%.

Í janúar voru fluttar út vörur fyrir 14 milljarða og innflutningur nam 25 milljörðum. Útflutningur á sjávarafurðum nam 8 milljörðum og hafði verðmætið aukist um 16,8% samanborið við janúar 2005.