Afgangur af vöruskiptum við útlönd nam 200 milljónum króna, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar nam verðmæti útflutnings 56,8 milljörðum króna og verðmæti innflutnings 56,6 milljörðum króna.

Gangi þetta eftir hefur afgangur af vöruskiptum við útlönd ekki verið minni um nokkurt skeið. Til samanburðar var afgangurinn 5,7 milljarðar í maí í fyrra og 16,6 milljarðar árið 2010.

Vöruskiptin voru á hinn bóginn óhagstæð um langt skeið með einni undantekningu. Þau voru neikvæð um allt tæpum 400 milljörðum króna upp í 13,7 milljarða frá 1996 til 2008.

Undantekningin er árið 2002 en þá voru vöruskipti hagstæð um 2,5 milljarða króna. Einhverju gæti skipt, að krónunni var fleytt árið 2001 og lækkaði gengi krónunnar nokkuð í kjölfarið. Það er ekki ólík þróun á gengi krónunnar og frá 2008.