Vöruskipti í maí, reiknuð á fob verðmæti, voru hagstæð um 230 milljónir króna samkvæmt bráðabirgðatölum. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands .

Þar segir að samkvæmt tölunum hafi útflutningur í mánuðinum numið 54,3 milljörður króna en innflutningur nam 54,1 milljarði króna.

Á fyrstu fjórum mánuðum ársins var afgangur af vöruskiptum við útlönd sem nemur 5,2 milljörðum króna.