Vöruskiptin í apríl, reiknuð á fob verðmæti, voru hagstæð um 7,3 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands .

Útflutningur nam 56,8 milljörðum króna samkvæmt tölunum, en innflutningur nam 49,5 milljörðum króna.

Á fyrsta ársfjórðungi voru vöruskipti við útlönd hagstæð um 353 milljónir króna. Séu bráðabirgðatölurnar réttar eru vöruskiptin fyrstu fjóra mánuði ársins því hagstæð um 7,7 milljarða króna.