Vöruskipti í desember, reiknuð á fob verðmæti, voru hagstæð um 7,3 milljarða, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands .

Samkvæmt tölunum var útflutningur 49,3 milljarðar króna og innflutningur 42 milljarðar króna.

Verði þetta niðurstaðan er ljóst að vöruskipti á árinu í heild voru hagstæð, en á fyrstu ellefu mánuðum ársins var 1,8 milljarða halli á þeim. Nú lítur hins vegar út fyrir að þau hafi verið hagstæð um 5,5 milljarða.