Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands þá nam verðmæti vöruútflutnings 47 milljörðum króna og verðmæti vöruinnflutnings 56,4 milljörðum króna í desember sl.

Vöruskipti við útlönd, reiknuð á fob verðmæti (verð vör­unn­ar komið um borð í flutn­ings­far í út­flutn­ingslandi) voru því óhagstæð um 9,4 milljarða króna.

Á fyrstu ell­efu mánuðum árs­ins voru vöruskipti við útlönd óhag­stæð um alls 21,3 millj­arða króna.