Vöruskiptin í mars, reiknuð á fob verðmæti, voru hagstæð um 11,3 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands .

Útflutningur nam 63,4 milljörðum króna samkvæmt tölunum en innflutningur 52,1 milljarði króna.

6,6 milljarða halli var á vöruskiptum við útlönd fyrstu tvo mánuði ársins, en séu bráðabirgðatölur marsmánaðar teknar með í reikninginn eru vöruskiptin hagstæð um 4,7 milljarða króna.