Vörustjóri í grófvöru hjá Húsasmiðjunni fór í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar þess að embætti sérstaks saksóknara ákærðir sex núverandi starfsmenn fyrirtækisins vegna meinra samkeppnislagabrota. Fram kemur í tilkynningu að ekki séu talin efni til að senda aðra starfsmenn Húsasmiðjunnar í leyfi. Hinir sem sæta ákæru í málinu eru þrír starfsmenn þjónustuvers, framkvæmdastjóri verslanasviðs og núverandi framkvæmdastjóri fagsölusviðs.

Ákæran grundvallast á meintu verðsamráði starfsmanna Húsasmiðjunnar, Byko og Úlfsins byggingarvara á árunum 2010 og 2011. Fimm starfsmenn Byko voru jafnframt ákærðir vegna málsins í byrjun mánaðar.

Sendir á námskeið

Í tilkynningunni segir að ákærur sérstaks saksóknara séu fyrirtækinu vonbrigði og þeim starfsmönnum sem í hlut eiga þungbærar. Þrátt fyrir að Húsasmiðjan sé ekki undir rannsókn vegna málsins muni félagið í samvinnu við fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar veita þeim starfsmönnum sem voru ákærðir aðstoð.

Þá segir í tilkynningunni að fyrri eigendur Húsasmiðjunnar tóku við söluna fulla ábyrgð á mögulegum skuld­bind­ing­um gagn­vart ís­lensk­um yf­ir­völd­um vegna meintra sam­keppn­islaga­brota sem Sam­keppnis­eft­ir­litið hefur til meðferðar. Stjórnendur og starfsmenn Húsasmiðjunnar hafa á undanförnum þremur árum hlotið reglulega fræðslu um samkeppnismál og samkeppnisrétt frá óháðum fagaðilum.