*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 27. nóvember 2011 12:28

Vöruþekking algert lykilatriði

Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu segir tölvuleikjabransann heilbrigðan, vaxandi og gríðarlega sterkan.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu, segir tölvuleikjabransann vera mjög heilbrigðan, vaxandi og gríðarlega sterkan. „Á heimsvísu eru tölvuleikir að taka rosalegt stökk og var t.d. salan á tölvuleiknum Call of duty: Modern Warfare 3 að slá met sem stærsti viðburður í afþreyingu þegar leikurinn var kynntur á dögunum. Það er meira en nokkur bíómynd eða tónlistarmaður geta státað af. Þetta er svakalega spennandi bransi með mikla veltu en lægri framlegð en í öðrum deildum Senu.“

Tölvuleikjaútgáfurnar eru dreifðar yfir árið en það ríkir mikil samkeppni um verð á þessum markaði. Sena sér um dreifingu til flestra smásöluaðila hér á landi. „Menn hafa kosið að versla við okkur. Við veitum þjónustu og markaðsstuðning, sjáum um dreifingu, og hjálpum til við losun birgða ef menn lenda í vandræðum. Smásalarnir sækja mikla þjónustu hingað, svo ég tali nú ekki um vöruþekkingu. Vöruþekking er algerlega lykilatriðið í þessu, og það gildir um hvaða iðnað sem er. Innan afþreyingarinnar skiptir vöruþekkingin alveg svakalega miklu máli.“

Viðtal við Björn má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.

Stikkorð: Sena Tölvuleikir