Hagstofan gefur út að samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir júnímánuð 2016 voru vöruviðskipti landsins óhagstæð um 12,3 milljarða króna.

Nam verðmæti vöruútflutnings 56,2 milljörðum, en verðmæti vöruinnflutningsins á sama tíma 68,5 milljörðum. Þetta kemur fram á vef hagstofunnar.

Á tímabilinu frá janúarmánuði til maímánaðar voru vöruviðskiptin óhagstæð um 49,179 milljarða króna, en þá nam innflutningur alls 275,784 milljörðum en útflutningur alls 226,605 milljörðum.

Bætist þá þessar bráðabirgðatölur við svo heildarvöruskiptahalli fyrir fyrsta hálfa árið ætti þá að vera 61,479 milljarðar króna.