Alls voru fluttar út vörur fyrir 44,1 milljarð króna í ágúst 2020 og inn fyrir 55,3 milljarða króna. Vöruviðskipti voru því neikvæð um 11,2 milljarða en þau voru neikvæð um 12,2 milljarða í ágúst 2019. Frá þessu er greint á vef Hagstofunnar.

Á fyrstu átta mánuðum ársins voru verðmæti vöruútflutnings 44 milljörðum lægri en á sama tíma árið áður eða 10,2% minnkun. Að sama leiti var verðmæti vöruinnflutnings tæplega 70 milljörðum króna lægri á fyrstu átta mánuðum ársins, samanborið við árið áður eða 13,6% samdráttur.

Iðnaðarvörur voru tæplega helmingur alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra tæplega átta prósent lægra en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 43% alls vöruútflutnings en verðmæti þeirra var 1,3% lægra en á sama tíma fyrra árs.

Samdráttur var í nær öllum flokkum innflutnings. Verðmæti innflutnings á fólksbílum á milli ára, á gengi hvors árs.