Verðmæti vöruútflutnings í október nam 49,3 milljörðum króna sem er 2,9 milljörðum króna meira heldur en verðmæti vöruinnflutningsins sem nam 46,4 milljörðum króna.

Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum sem Hagstofa Íslands gaf út, en eins og sést á línuritinu er þetta fyrsta sinn sem vöruskiptajöfnuðurinn er hagstæður á árinu.