Verðmæti vöruútflutnings nam 53 milljörðum króna í maí síðastliðnum en verðmæti innflutnings nam um 51,2 milljarða króna. Vöruviðskiptajöfnuður var því jákvæður um 1,7 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar .

Verðmæti útflutnings var um 10,3 milljarða króna, eða um 16,3% á gengi hvors árs, lægri í maí í ár samanborið við sama mánuð í fyrra. Minni viðskipti voru í öllum flokkum, þá sérstaklega í útflutningi á iðnaðarvörum.

Innflutningur á vörum dróst saman um 14,8 milljörðum króna eða um 22,4% í maímánuð milli ára. Lækkun var í öllum flokkum nema í innflutningi á hrávörum og rekstrarvörum.