*

þriðjudagur, 7. júlí 2020
Innlent 14. október 2019 09:41

Vöruviðskipti neikvæð um 19 milljarða

Samkvæmt áætluðum greiðslujöfnuði fyrir júlí voru vörur fyrir 52 milljarða fluttar úr landi og vörur fyrir 71 milljarð inn til landsins.

Ritstjórn
Fluttar voru inn til landsins vörur fyrir 71 milljarð króna í nýliðnum júlí.
Haraldur Guðjónsson

Í nýliðnum júlí var vöruútflutningur í greiðslujöfnuði áætlaður 52,2 milljarðar en vöruinnflutningur í greiðslujöfnuði áætlaður 71,1 milljarður. Vöruviðskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði var því áætlaður neikvæður um 18,9 milljarða. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands.

Í sama mánuði var þjónustujöfnuður áætlaður jákvæður um 42,8 milljarða en útflutt þjónusta var áætluð 82,4 milljarðar á meðan innflutt þjónusta var áætluð 39,5 milljarðar.

„Í júlí 2019 var því áætlað verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta 134,6 milljarða en áætlað verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta var 110,6 milljarðar. Vöru og þjónustujöfnuður var því áætlaður jákvæður um 24 milljarða í júlí 2019.

Á fyrstu sjö mánuðum ársins var verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta áætlað 772,3 milljarðar samanborið við 731,8 milljarða árið áður. Verðmæti innflutnings fyrir sama tímabil var áætlað 706 milljarðar samanborið við 695,8 á sama tímabili 2018. Uppsafnaður vöru- og þjónustujöfnuður fyrstu sjö mánuði ársins 2019 var því áætlaður jákvæður um 66,3 milljarða samabanborið við 36 milljarða fyrir sama tímabil á síðasta ári.“