John Rice, framkvæmdastjóri GE Global Growth and Operations, telur að umsvif General Electric í uppbyggingu innviða í nýmarkaðsríkjum muni aukast um 10-15% á næstu 10 til 15 árum. Hann telur þetta vera raunsætt óháð viðkvæmu heimshagkerfi.

GE leikur stórt hlutverk í heimshagkerfinu, meðal annars í orkumálum, fjármálum og framleiðslu.

Hann telur að uppbygging á innviðum Kína, stærsta markaðarins utan Bandaríkjanna, muni aukast um tveggja stafa prósentutölu á komandi árum. Þrátt fyrir að hafa vaxið umtalsvert á síðustu árum.

Viðskipti olíu- og gasbúnað sem GE framleiðir er einnig talinn muni vaxa á næstu árum. Þetta er enn eitt merkið að GE hyggst aftur snúa sér að iðnaðargeiranum en minnka umsvif sín í fjármálageiranum.