Vöxtur evrópskra þjónustufyrirtækja, þar á meðal banka og flugfélaga, náði 5 ára hámarki í síðasta mánuði þar sem aukin útflutningur hjálpað til við að örva hagkerfið, segir greiningardeild Kaupþings banka.

Vísitala byggð á könnun 2.000 innkaupastjóra á Evrusvæðinu mældist 58,2 stig annan mánuðinn í röð en gildi yfir 50 stigum gefur til kynna vöxt.

Þjónustuiðnaður telur um 1/3 af hagkerfi svæðisins. Fleiri þættir hafa bent til jákvæðrar þróunar á Evrusvæðinu. Framleiðsla á svæðinu jókst til dæmis meira en hún hefur gert í 5 ár í mars.

Atvinnuleysi mældist 8,2% í febrúar sem er það minnsta í 4 ár og væntingavísitölur gefa til kynna að Evrópubúar hafa ekki verið bjartsýnni í heil 5 ár.