Norski olíusjóð­urinn hefur vaxið hraðar en nokkur þorði að vona að sögn Tronds Grande, aðstoðarforstjóri norska sjóðsins. Sjóðurinn var stofnaður árið 1990 en fyrsta greiðslan inn á sjóðinn átti sér stað árið 1996. „Sjóðurinn hefur tvöfaldast að stærð síðustu fjögur til fimm árin,“ segir Grande. „Í haust náði stærð sjóðsins þúsund milljörðum dollara,“ segir Grande.

Nú er svo komið að ávöxtun sjóðsins er orðin meiri en tekjur Norðmanna af olíu- og gasvinnslu.

Enda hefur vöxtur sjóðsins hefur verið ævintýralegur. Sjóðurinn hefur fjórfaldast að stærð síðasta áratug og áttfaldast síðan 2004. Stærð sjóðsins nú er því sem samsvarar nærri 110.000 milljörðum íslenskra króna, nærri 20 milljónum íslenskra króna á hvern Norðmann og um 250% af landsframleiðslu Noregs.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .