Starfsemi Glitnis í Kína hefur gengið mjög vel síðan bankinn fór þangað árið 2005, að sögn Magnúsar Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Glitnis fyrir Ameríku og Asíu. "Frá því að Glitnir fór fyrst inn í Kína árið 2005 höfum við spurt okkur: Er vöxturinn í Kína varanlegur?" segir Magnús. "Í dag trúum við að svo sé. Ég er alveg sannfærður um það að Kína mun verða gríðarlega mikilvægur þáttur í rekstri Glitnis þó ég geti kannski ekki tímasett það hvenær Kína verður einn af burðarmörkuðunum í okkar starfsemi." Fríða H. Elmarsdóttir ræðir við Magnús Bjarnason framkvæmdastjóra Glitnis í Viðskiptablaðinu í dag.