VR hefur boðað atkvæðagreiðslu um verkfall á hótelum og hjá rútufyrirtækjum hjá félagsmönnum VR á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfallsaðgerðirnar. Verkfallsaðgerðirnar eiga að hefjast 22. mars og vera ótímabundnar frá 1. maí verði ekki samið fyrir þann tíma.

Verkalýðsfélag Akraness hefur einnig boðað til atkvæðagreiðslu um verkföll í ferðaþjónustu hjá sínum félagsmönnum. Þá samþykktu félagsmenn Eflingar verkfall hreingerningarfólks á hótelum á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þann 8. mars. Efling hefur boðað að kynntar verði kosning um frekari verkfallsaðgerðir síðar í dag.

Þá birtir VR einnig útlistun á kröfugerð félagsins og tilboði Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að gagntilboð VR til SA hafi hljóðað upp á flata 37.500 króna hækkun á ári á taxtalaunum í þrjú ár og þeir sem fengju greitt yfir taxta fengju 30.000 króna launahækkun á ári næstu þrjú árin.

Verkfallsaðgerðirnar ná til eftirfarandi fyrirtækja:

Fosshótel Reykjavík ehf.

Íslandshótel hf.

Flugleiðahótel ehf.

Cabin ehf.

Hótel Saga ehf.

Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf.

Hótel Klettur ehf.

Örkin Veitingar ehf.

Keahótel ehf.

Hótel Frón ehf.

Hótel 1919 ehf.

Hótel Óðinsvé hf.

Hótel Leifur Eiríksson ehf.

Hótel Smári ehf.

Fjörukráin ehf. (Hotel Viking)

Hótel Holt Hausti ehf.

Hótelkeðjan ehf.

CapitalHotels ehf.

Kex Hostel

101 (einn núll einn) hótel ehf.

Verði verkfallið samþykkt mun verkfall standa yfir á eftirfarandi dagsetningum:

Frá klukkan 00:01 til klukkan 23:59 þann 22. mars 2019 (1 dagur)

Frá klukkan 00:01 þann 28. mars 2019 til klukkan 23:59 þann 29. mars 2019 (2 dagar)

Frá klukkan 00:01 þann 3. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 5. apríl 2019 (3 dagar)

Frá klukkan 00:01 þann 9. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 11. apríl 2019 (3 dagar)

Frá klukkan 00:01 þann 15. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 17. apríl 2019 (3 dagar)

Frá klukkan 00:01 þann 23. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 25. apríl 2019 (3 dagar)

Ótímabundin vinnustöðvun frá klukkan 00:01 þann 1. maí 2019.