Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR segir að henni sé segir að henni sé misboðið í tilkynningu frá félaginu. Ástæða þess segir hún að sé vegna þess að stærstu tryggingarfélögin ætla að greiða hluthöfum sínum arð á árinu 2016. Ólafía segir að staðan sé sú að arðgreiðslurnar byggi á breyttum reikningsskilaaðferðum sem skilað hafa félögunum auknu eigin fé.

Ólafía er óánægð að félögin ætli ekki að láta viðskiptavini sína njóta þessa ávinnings, en kjósi frekar að greiða arð. Hún bendir einnig á að tvö af félögunum hafa auk þess hækkað iðgjöld því því tryggingareksturinn gengur ekki nógu vel.

„Heildarhagnaður tryggingafélaganna þriggja, sem skráð eru á markað, nam hátt í sex milljörðum króna á árinu 2015. Félögin hafa flest skilað góðri afkomu vegna tryggingastarfseminnar síðustu ár þó breyting hafi orðið á síðasta ári þegar rekstarafkoma skaðatryggingarekstursins var neikvæð hjá þeim öllum. Hagnaðurinn árið 2015 er því að mestu byggður á fjármálarekstri. Fjölmiðlar skýrðu frá því undir lok síðasta árs að VÍS hafi hækkað iðgjöld vegna slæmrar afkomu. Sjóvá gerði slíkt hið sama árið 2015, af sömu ástæðu. Ekki virðist hafa verið litið til heildarhagnaðar félaganna við þá ákvarðanatöku, hagnaður VÍS á árinu 2015 nam tæplega 2,1 milljarði króna og tæplega 660 milljónum hjá Sjóvá. Hagnaður TM var rúmir 2,8 milljarðar á síðasta ári. “

Ólafía er ósátt með að félögin greiði arð sem nemur tæplega 10 milljörðum króna, eða sem nemur 180% af hagnaði ársins 2015.

„Slæm afkoma tryggingahluta fyrirtækjanna virðist kalla á hækkun iðgjalda en góð afkoma fjármálareksturs og breyttar reikningsskilaaðferðir eru ástæða greiðslu arðs. Nú eru aðgreiðslurnar langt umfram hagnað á meðan viðskiptavinir fá hærri reikning til að standa undir rekstri tryggingahlutans. Er nema von að við reiðumst?“