Full­trú­ar VR af­hentu Héraðsdómi Reykja­vík­ur stefnu á hend­ur Fjár­mála­eft­ir­lit­inu í dag. Frá þessu er greint á vef Morgunblaðsins.

Stjórn VR samþykkti að stefna stofn­un­inni fyr­ir að viður­kenna ekki lög­mæti ákvörðun full­trúaráðs VR um að aft­ur­kalla umboð stjórn­ar­manna í Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna.

„Mark­miðið er fyrst og fremst að fá þenn­an úr­sk­urð FME dæmd­an ógild­an,“ seg­ir Ragn­ar Þór í samtali við Morgunblaðið og vís­ar til þess að FME lít­ur svo á að ákvörðun um aft­ur­köll­un­ina sé ekki gild þar sem hún hafi ekki verið tek­in af stjórn VR eins og samþykkt­ir Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna gera ráð fyr­ir.

Full­trúaráð VR ákvað 20. júní að aft­ur­kalla umboð stjórn­ar­manna sem fé­lagið til­nefn­ir í stjórn líf­eyr­is­sjóðsins.