Stjórn VR valdi fulltrúa sína í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna á fundi í hádeginu í dag. Stjórnin er skipuð átta mönnum. Fjórir eru tilnefndir af stjórn VR og fjórir af þeim samtökum atvinnurekenda sem að sjóðnum standa, en þau eru: Kaupmannasamtök Íslands, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Félag atvinnurekenda og Viðskiptaráð Íslands.

Samkvæmt upplýsingum frá Ólafíu Rafnsdóttur, stjórnarformanni VR, verður gengið frá skipan nýrrar stjórnar á fundi lífeyrissjóðsins í næstu viku. Þá verður stjórnarformaður lífeyrissjóðsins jafnframt kosinn. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins mun VR leggja til að Ásta Rut Jónasdóttir verði stjórnarformaður.

Eftirtaldir aðilar verða fulltrúar VR í stjórn LIVE:
Ástar Rut jónasdóttir
Birgir Már Guðmundsson
Fríður Birna Stefánsdóttir
Páll  Líndal