Volkswagen bílaframleiðandinn hefur tilkynnt að hann muni fjárfesta fyrir 7 milljarða dala í Bandaríkjunum á næstu fimm árum. Markmiðið er að auka sölu á bílum þar.

Framleiðandinn mun einnig hefja sölu á nýjum sportbíl í Bandaríkjunum árið 2016. Bandaríkin eru einn stærsti bílamarkaður í heimi. Markmið framleiðandans er að árleg sala á Volskswagen verði komin upp í milljón eintök árið 2018.

Í dag er Volkswagen þriðji stærsti bílaframleiðandi í heimi á eftir Toyota og General Motors.