*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Erlent 25. febrúar 2017 15:18

VW hristir af sér „díselgate“

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur hrist af sér „díselgate“ skandalinn og skilaði ríflegum hagnaði í fyrra.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Bílaframleiðandinn Volkswagen hagnaðist um hagnaðist um 5,1 milljarð evra árið 2016 samanborið við 1,6 milljarða evra tap árið áður. Upp komst um „díselgate“ skandallinn árið 2015. Fyrirtækið hafði með óheiðarlegum hætti haft áhrif á útblásturprófanir á bílum sínum. AFP-fréttaveitan fjallar um afkomu Volkswagen.

Sölutekjur Volkswagen náðu methæðum árið 2016 og þrátt fyrir að fyrirtækið hafi þurft að setja hámark á bónusgreiðslur til yfirmanna í fyrirtækinu, þá virðist vera að skandallinn sem skók bílaframleiðandann sé að mestu leyti í baksýnisspeglinum.

Haft er eftir Mathias Mueller, forstjóra Volkswagen, í frétt AFP að þrátt fyrir að árið 2016 hafi reynst nokkuð erfitt fyrir fyrirtækið þá hafi salan gengið gífurlega vel. Á árinu 2016 urðu bílar Volkswagen þeir vinsælustu í heimi og tóku því fram úr keppinaut sínum, Toyota.  

Stikkorð: Volkswagen afkoma 2016 „díselgate“